Heim 2. tbl 2023 Karen Ásta hlaut Hvataverðlaun ÍF 2023

Karen Ásta hlaut Hvataverðlaun ÍF 2023

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Karen Ásta hlaut Hvataverðlaun ÍF 2023
0
734

Karen Ásta Friðjónsdóttir hlaut Hvataverðlaun Íþróttasambands fatlaðra 2023 en verðlaunin voru afhent við kjörið á Íþróttafólki ÍF 2023. Hvataverðlaun ÍF eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnun, fyrirtæki eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu

Karen Ásta Friðjónsdóttir er ein af mikilvægustu liðsmönnum Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands fatlaðra. Hún hefur tekið að sér fjölmörg verkefni í sjálfboðavinnu og alltaf verið boðin og búin til aðstoðar, sama hvert umfang verkefna er.

Hún hefur verið liðsmaður Special Olympics á Íslandi, allt frá því að hún kynntist starfinu í gegnum þátttöku sonar hennar á heimsleikum Special Olympics í Aþenu 2011. Hún tók m.a. virkan þátt í að aðstoða við innleiðingu LETR á Íslandi árið 2013 en það byggir á samstarfi Special Olympics á Íslandi og íslensku lögreglunnar. Þar hefur hún aðstoðað eiginmann sinn sem hefur frá upphafi og fram til dagsins í dag stýrt innleiðingu LETR á Íslandi. Karen Ásta er  í dag fulltrúi í stjórn Special Olympics á Íslandi og gegnir þar hlutverki fjölskyldufulltrúa.

Starf Special Olympics á Íslandi og Íþróttasambands fatlaða var mjög umfangsmikið árið 2023 og þar var oft þörf á góðum liðsmönnum til aðstoðar.  Karen Ásta var tengiliður og sá um undirbúning ferðar aðstandenda á heimsleika Special Olympics í Berlín í júní en þangað fóru  um 100 aðstandendur. Hún sá einnig um stóran hluta skráningarvinnu vegna þátttöku Íslands sem var gífurlega umfangsmikill þáttur í undirbúningi. Þar skilaði hún einstöku verki.

Special Olympics á Íslandi hefur tekið þátt í tveimur Evrópuverkefnum á árinu, þar sem m.a. var tekið á móti stórum hópnum til Íslands. Þar lagði hún fram krafta sína og taldi ekki eftir sér að koma dag eftir dag til að liðsinna og aðstoða við hvert það verkefni sem upp kom.

Hún hefur ásamt eiginmanni sínum og syni, tekið virkan þátt í kynningarstarfi þar sem sögð er saga sonar hennar. Þar er horft til þess hve mikilvægt það er að gefa öllum tækifæri til íþróttastarfs. Sonur hennar þurfti að takast á við breyttan veruleika eftir slys sem varð þegar hann var ungur að aldri. Gegnum íþróttastarfið hafa skapast ný tækifæri fyrir hann í dag.

Karen Ásta þekkir og býr yfir mikilli reynslu frá störfum innan  íþróttahreyfingarinnar og það hefur verið mikil gæfa að fá að njóta hennar starfskrafta í gegnum árin.

Íþróttasamband fatlaðra  þakkar Karen Ástu Friðjónsdóttur kærlega fyrir sitt  mikilvæga framlag. Hún er sannarlega vel að þessu komin.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…