Málþingið Allir með – Ferðin hingað og ferðalagið framundan fer fram á morgun, föstudaginn 30. Janúar og hefur það vakið mikinn áhuga. Þátttaka á staðnum er fullbókuð en hægt verður að fylgjast með í streymi.

Á málþinginu verður fjallað um hvernig tryggja megi að öll börn hafi raunverulegan aðgang að íþróttum, hvaða árangur hefur náðst á síðustu þremur árum og hvert stefnan liggur næst. Farið verður yfir rannsókn um þátttöku, reynslu barna, foreldra og íþróttafélaga auk þess sem skoðuð verða verkefni og samstörf sem þegar eru í gangi.
„Við erum mjög spennt fyrir málþinginu og þeim umræðum sem þar munu eiga sér stað. Þetta er mikilvægt tækifæri til að horfa bæði á það sem hefur tekist vel og ræða hvað við þurfum að gera betur til að auka aðgengi fatlaðra barna í íþróttum“ segir Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með.
Dagskráin samanstendur af erindum, pallborðsumræðum og vinnustofu þar sem ólík sjónarhorn munu koma saman. Markmiðið er að skaða sameiginlegan vettvang fyrir samtal, lausnir og næstu skref.
Þrátt fyrir að fullt sé á staðnum verður hægt að fylgjast með málþinginu í beinu streymi, málþingið hefst kl. 09:00, hlekk að streymi má finna hér að neðan.
