Heim 1. tbl. 2024 Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF

Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF
0
190

Síðastliðinn fimmtudag, 11. júlí, var haldinn hittingur með afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) og voru þar mætt bæði íþróttafólk sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Paralympics, og annað afreksíþróttafólk, sem ekki mun fara á leikana að þessu sinni. Paralympics hefst í lok ágúst.

Vésteinn Hafsteinsson, Afreksstjóri ÍSÍ hélt erindi fyrir íþróttafólkið þar sem hann sagði frá Ólympíuleikunum sem framundan eru og hvatti íþróttafólkið til dáða á sinni vegferð. Brynja Guðjónsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og fararstjóri á Ólympíuleikunum, fór yfir aðstæður á leikunum og í Ólympíuþorpinu og upplýsti um það sem í boði er fyrir íþróttafólkið.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF, og Jón Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs ÍF, voru einnig mættir fyrir hönd ÍF og tóku þátt í samverunni. Í framhaldinu voru svo umræður og spurningar frá íþróttafólkinu og létt spjall frá öllum þátttakendum.

Íþróttafólkið sem hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Paralympics eru Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi. Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina í hópnum sem keppir í frjálsum íþróttum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þrjú börn mættu á fyrstu æfinguna árið 2018, sá fjöldi hefur rúmlega tífaldast

Special Olympics körfuboltalið Hauka er á mikilli siglingu og í dag mæta Haukar með allt a…