Heim 1. tbl. 2024 Undirbúningur fyrir Paralympics í París í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Paralympics í París í fullum gangi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Undirbúningur fyrir Paralympics í París í fullum gangi
0
374

Í næsta mánuði hefjast Paralympics París en leikarnir fara fram dagana 28. ágúst til 8 september. Það styttist því heldur betur í að okkar fólk fari til Parísar en fimm íþróttamenn hafa tryggt sér þáttökurétt á leikunum. 

Þau eru fjögur sem munu halda til Parísar til þess að keppa í sundi en það eru þau Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir, Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir.

Miðvikudaginn 17 júlí hélt sundhópurinn til Spánar þar sem þau ætla að vera í æfingabúðum í Barcelona til 27 júlí. Það er mikilvægt fyrir þau að æfa í hitanum á Spáni þar sem spáð er miklum hita í Frakklandi á meðan Paralympics standa yfir. Æfingar hafa gengið vel hingað til og því fer lokaundirbúningurinn fyrir leikana vel af stað.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarn…