Í næsta mánuði hefjast Paralympics París en leikarnir fara fram dagana 28. ágúst til 8 september. Það styttist því heldur betur í að okkar fólk fari til Parísar en fimm íþróttamenn hafa tryggt sér þáttökurétt á leikunum.
Þau eru fjögur sem munu halda til Parísar til þess að keppa í sundi en það eru þau Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir, Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir.
Miðvikudaginn 17 júlí hélt sundhópurinn til Spánar þar sem þau ætla að vera í æfingabúðum í Barcelona til 27 júlí. Það er mikilvægt fyrir þau að æfa í hitanum á Spáni þar sem spáð er miklum hita í Frakklandi á meðan Paralympics standa yfir. Æfingar hafa gengið vel hingað til og því fer lokaundirbúningurinn fyrir leikana vel af stað.