Heim 2. TBL. 2025 Þriggja áratuga samstarfi ÍF og JYSK framlengt til næstu fjögurra ára

Þriggja áratuga samstarfi ÍF og JYSK framlengt til næstu fjögurra ára

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Þriggja áratuga samstarfi ÍF og JYSK framlengt til næstu fjögurra ára
0
162

JYSK og Íþróttasamband fatlaðra hafa nýverið framlengt samstarfi sínu til næstu fjögurra ára. Þannig verður JYSK áfram einn af aðalsamstarfsaðilum sambandsins. Hér er á ferðinni áratuga löng samvinna en nýr samningur er til og með Paralympics í Los Angeles 2028.

Íþróttasamband fatlaðra greinir stolt frá því að samstarfið hefur varað allt frá árinu 1996 og allar götur síðan þá hefur JYSK liðsinnt íþróttafólki úr röðum fatlaðra við að vera glæsilegir fulltrúar Íslands á stærstu íþróttamótunum á borð við EM, HM og Paralympics.

JYSK er alþjóðleg keðja húsgagnaverslana sem rekur yfir 3.500 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. JYSK leitast ávallt eftir því að bjóða viðskiptavininum upp á góð tilboð og góða þjónustu, sama hvort þú kjósir að versla í verslun eða vefverslun.

Stofnandi JYSK, Lars Larsen, opnaði fyrstu JYSK verslunina í Danmörku árið 1979 og í dag starfa um 31.000 manns á heimsvísu hjá JYSK keðjunni. JYSK er hluti af Lars Larsen Group sem er í eigu fjölskyldu Lars Larsen.

Þórarinn Ólafsson forstjóri JYSK og Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF skrifuðu nýverið undir nýja samninginn. Það fór vel á með þeim félögum þar sem Þórður fór yfir öll helstu verkefni sambandsins sem framundan eru á borð við HM á Indlandi og í Singapore sem og metnaðarfulla dagskrá Allir með verkefnisins. Það vantaði heldur ekki í verkefnastöðuna hjá liðsmönnum JYSK sem um þessar mundir standa að byggingu nýrra höfuðstöðva við Korputún.

Heimasíða JYSK

Myndir/ Á efri mynd eru Þórarinn Ólafsson, Þórður Árni Hjaltested, Rósa Dögg Jónsdóttir og Jón Björn Ólafsson við gerð nýja samningsins. Með þeim á neðri myndinni er svo einn af dáðustu innanbúðar„mönnum“ JYSK en það er hundurinn Már sem sér um að taka vel á móti gestum í höfuðstöðvum JYSK.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Snævar með silfur og Íslandsmet í Tælandi

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson Breiðablik/ÍFR opnaði heimsmeistaramót VIRTUS með lá…