Helgina 24.-25. janúar fór fram skotfimi á Reykjavík International Games (RIG) í Laugardalshöllinni.
Á laugardeiginum 25. janúar fór fram keppni í loftriffli. Þar voru 12 keppendur skráðir til leiks en á meðal þeirra var Þór Þórhallsson. Þór keppti í R5, 10 metra loftriffil í flokki SH2 og lauk keppni með samtals 623,8 stig. Þetta var önnur grein Þórs á mótinu en hann keppti einnig í R4 þar sem hann fékk samtals 627,8 stig
Það er spennandi ár frammundan í skotfiminni þar sem Þór stefnir á HM sem fer fram í Kóreu í september.

