Heim 2. TBL. 2025 Snævar Örn keppir á heimsmeistaramóti VIRTUS í sundi

Snævar Örn keppir á heimsmeistaramóti VIRTUS í sundi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Snævar Örn keppir á heimsmeistaramóti VIRTUS í sundi
0
429

Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson, Breiðablik/ÍFR, er lagður af stað í langferð til Bangkok í Tælandi þar sem Heimsmeistaramót VIRTUS í sundi fer fram dagana 20.-30. ágúst næstkomandi. Snævar verður einn fulltrúi frá Íslandi á mótinu en hann keppir í flokki 3 hjá Virtus.

Snævar er skráður til leiks í fjórum greinum en þær eru 50m skriðsund, 50, 100 og 200 metra flugsund. Snævar á öll Íslandsmetin í þessum fjórum greinum í flokki einstaklinga með einhverfu. Með Snævari í för verður þjálfarinn Péter Garajszki.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Án sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt og öflugt

Ágæti lesandi Ég vil byrja þetta ávarp mitt á að hrósa Alþingi Íslands fyrir að staðfesta …