
Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson, Breiðablik/ÍFR, er lagður af stað í langferð til Bangkok í Tælandi þar sem Heimsmeistaramót VIRTUS í sundi fer fram dagana 20.-30. ágúst næstkomandi. Snævar verður einn fulltrúi frá Íslandi á mótinu en hann keppir í flokki 3 hjá Virtus.
Snævar er skráður til leiks í fjórum greinum en þær eru 50m skriðsund, 50, 100 og 200 metra flugsund. Snævar á öll Íslandsmetin í þessum fjórum greinum í flokki einstaklinga með einhverfu. Með Snævari í för verður þjálfarinn Péter Garajszki.