Heim 2. TBL. 2025 Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum

Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum
0
504

Íslenski frjálsíþróttahópurinn náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fór fram í Finnlandi 9.-10. ágúst. Keppt var í fjölmörgum greinum og hlutu íslenskir keppendur alls 30 verðlaunasæti.

Keppni hófst á laugardeginum í 26 stiga hita og var þar keppt í 100m, 400m, 1500m hlaupi, boðhlaupi og kúluvarpi. Á sunnudeginum fór hitinn hæst upp í 27 stiga hita og skortur á skugga og hvíldaraðstöðu milli greina setti aðeins strik í reikninginn. Íslensku keppendurnir héldu þó dampi og tryggðu sér verðlaunasæti í mörgum greinum. Keppt var í 200m, 800m og 5000m hlaupi, kringlukasti, spjótkasti og langstökki.

Afrek íslensku keppendanna voru meðal annars þessi:

Stefanía Daney Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í 100m og 200m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir tryggði sér gull í kringlukasti og silfur í kúluvarpi.

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sigraði í 1500m og 5000m hlaupi og vann brons í kúluvarpi og kringlukasti.

Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir fékk tvö silfur, í kúluvarpi og 100m hlaupi, og brons í langstökki.

Alexander Már Bjarnþórsson vann gull í 400m hlaupi og silfur í 100m hlaupi.

Emil Steinar Björnsson hlaut silfur í kúluvarpi, spjótkasti og kringlukasti.

Að sögn hópsins var stemningin á mótinu góð þrátt fyrir smá hikst í skipulagi fyrsta daginn. Keppendur voru heilt yfir ánægðir með árangur sinn og bættu nokkrir sín persónulegu met.

Heildargengi íslenska hópsins má sjá hér að neðan

100m F37 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 15.05

2 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 19.38

100m T20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 13.81

2 sæti Noora Koponen, Finnland 15.53

3 sæti Karen Guðmundsdóttir 17.16

4 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 17.52

100m T20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 11.91

2 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 12.58

3 sæti Michael Setsaas, Noregur 12.65

6 sæti Daníel Smári Hafþórsson 13.73

9 sæti Brynjar Ingi Ingibjargarson 14.18

11 sæti Hjálmar Þórhallsson 15.73

200m T37 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 31.12

2 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 41.24

200m T20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 28.42

2 sæti Noora Koponen, Finnland 32.33

3 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 36.50

4 sæti Karen Guðmundsdóttir 37.27

200m T20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 24.03

2 sæti Michael Setsaas, Noregur 25.50

3 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 25.51

6 sæti Byrnjar Ingi Ingibjargarson 29.53

7 sæti Hjálmar Þórhallsson 32.37

400m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 1.30,97

400m T20 KK

1 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 57,16

2 sæti Michael Setsaas, Noregur 59.87

3 sæti Eirik Lindo, Noregur 1.00,35

5 sæti Brynjar Ingi Ingibjargarson 1.07,86

7 sæti Hjálmar Þórhallsson 1.16,97

400m T20 KVK

1 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 1.35,04

800m T20 KK

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 2.43,25

7 sæti Byrnjar Ingi Ingibjargarson 3.00,18

1500 T20 KK

1 sæti Adam Helgren, Svíþjóð 4.29,41

2 sæti Eirik Lindo, Noregur 5.31,18

3 sæti Daníel Smári Hafþórsson 5.41,76

1500 T20 KVK

1 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 7.11,26

1500m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 6.53,18

5000m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 26.25,82

5000m T20 KVK

1 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 28.04,32

Langstökk F20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 5.59

2 sæti Simon Limstrand, Noregur 5.25

3 sæti Joni Pajala, Finnland 4.77

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 4.70

Langstökk F20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 4.95
4.79 – 4.84 – x – 4.80 – 4.95 – 4.86

2 sæti Noora Koponen, Finnland 3.62

3 sæti Karen Guðmundsdóttir 3.34
3.28 – 3.34 – 3.20 – 3.23 – 3.24 – 2.35

Langstökk F37-38 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 4.07 -1.1

2 sæti Aamu Hulmi, Finnland 3.73 -2.3

3 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 2.61 -2.3
2.50 – 2.48 – 2.58 – 2.61 – 2.48 – 2.60
-2.5      -1.4    -1.9      -2.3     -0.3

Langstökk F20 KK

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 4.70

Kringlukast F20 KVK

1 sæti Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir 25.97
25.97 – x – 25.05 – 25.51 – x – 22.59

2 sæti Nea Tilli, Finnland 25.90

3 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 13.92
12.78 – 12.68 – 12.13 – x – 13.11 – 13.92

Kringlukast F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 25.00

2 sæti Emil Steinar Björnsson 22.57
20.99 – 20.45 – 21.82 – 19.94 – 22.57 – 20.18

3 sæti Kai Koljonen, Finnlandi 12.84

Spjótkast F20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 24.70
22.96 – 22.30 – 23.60 – 22.37 – 24.70 – 22.43

2 sæti Karen Guðmundsdóttir 22.64
20.86 – 19.93 – 22.45 -21.22 – 20.36 – 22.64

3 sæti Guðrún Hilda Sigurjónsdóttir 17.93
17.93 – x – x – x – x – 13.76

Spjótkast F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 40.80

2 sæti Emil Steinar Björnsson 19.90
17.55 – x – 19.90 – 19.18 – 18.14 – 19.46

3 sæti Kai Koljonen, Finnland 10.21

Kúluvarp F20 KVK

1 sæti Nea Tilli, Finnland 9.03

2 sæti
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir 8.67
8.22 – 8.54 – x – x – 8.67 – 8.59

3 sæti
Aníta Ósk Hrafnsdóttir 7.54
7.44 – 7.37 – 7.18 – 6.68 – 7.54 – 6.75

4 sæti Karen Guðmundsdóttir 7.45

5 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 6.78

Kúluvarp F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 8.61

2 sæti Emil Steinar Björnsson 8.08
6.87 – 7.40 – 7.90 – x – 8.00 – 8.08

3 sæti Aku Hyvarinen, Finnland 7.93

Kúluvarp F37-38 KVK

1 sæti Neea Sahlström, Finnland 6.77

2 sæti
Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 5.36
5.33 – – – 5.36 – 5.35 – 5.24 – 5.11

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Þór búinn með fyrstu greinina á EM í Króatíu

Þór Þórhallsson hefur lokið keppni í sinni fyrstu grein á Evrópumeistaramótinu í skotfimi …