Heim 2. TBL. 2025 Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum

Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum

9 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland með 30 verðlaun á Norðurlandamótinu í frjálsum
0
303

Íslenski frjálsíþróttahópurinn náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fór fram í Finnlandi 9.-10. ágúst. Keppt var í fjölmörgum greinum og hlutu íslenskir keppendur alls 30 verðlaunasæti.

Keppni hófst á laugardeginum í 26 stiga hita og var þar keppt í 100m, 400m, 1500m hlaupi, boðhlaupi og kúluvarpi. Á sunnudeginum fór hitinn hæst upp í 27 stiga hita og skortur á skugga og hvíldaraðstöðu milli greina setti aðeins strik í reikninginn. Íslensku keppendurnir héldu þó dampi og tryggðu sér verðlaunasæti í mörgum greinum. Keppt var í 200m, 800m og 5000m hlaupi, kringlukasti, spjótkasti og langstökki.

Afrek íslensku keppendanna voru meðal annars þessi:

Stefanía Daney Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í 100m og 200m hlaupi, langstökki og spjótkasti.

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir tryggði sér gull í kringlukasti og silfur í kúluvarpi.

Aníta Ósk Hrafnsdóttir sigraði í 1500m og 5000m hlaupi og vann brons í kúluvarpi og kringlukasti.

Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir fékk tvö silfur, í kúluvarpi og 100m hlaupi, og brons í langstökki.

Alexander Már Bjarnþórsson vann gull í 400m hlaupi og silfur í 100m hlaupi.

Emil Steinar Björnsson hlaut silfur í kúluvarpi, spjótkasti og kringlukasti.

Að sögn hópsins var stemningin á mótinu góð þrátt fyrir smá hikst í skipulagi fyrsta daginn. Keppendur voru heilt yfir ánægðir með árangur sinn og bættu nokkrir sín persónulegu met.

Heildargengi íslenska hópsins má sjá hér að neðan

100m F37 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 15.05

2 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 19.38

100m T20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 13.81

2 sæti Noora Koponen, Finnland 15.53

3 sæti Karen Guðmundsdóttir 17.16

4 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 17.52

100m T20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 11.91

2 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 12.58

3 sæti Michael Setsaas, Noregur 12.65

6 sæti Daníel Smári Hafþórsson 13.73

9 sæti Brynjar Ingi Ingibjargarson 14.18

11 sæti Hjálmar Þórhallsson 15.73

200m T37 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 31.12

2 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 41.24

200m T20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 28.42

2 sæti Noora Koponen, Finnland 32.33

3 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 36.50

4 sæti Karen Guðmundsdóttir 37.27

200m T20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 24.03

2 sæti Michael Setsaas, Noregur 25.50

3 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 25.51

6 sæti Byrnjar Ingi Ingibjargarson 29.53

7 sæti Hjálmar Þórhallsson 32.37

400m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 1.30,97

400m T20 KK

1 sæti Alexander Már Bjarnþórsson 57,16

2 sæti Michael Setsaas, Noregur 59.87

3 sæti Eirik Lindo, Noregur 1.00,35

5 sæti Brynjar Ingi Ingibjargarson 1.07,86

7 sæti Hjálmar Þórhallsson 1.16,97

400m T20 KVK

1 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 1.35,04

800m T20 KK

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 2.43,25

7 sæti Byrnjar Ingi Ingibjargarson 3.00,18

1500 T20 KK

1 sæti Adam Helgren, Svíþjóð 4.29,41

2 sæti Eirik Lindo, Noregur 5.31,18

3 sæti Daníel Smári Hafþórsson 5.41,76

1500 T20 KVK

1 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 7.11,26

1500m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 6.53,18

5000m T36 KK

1 sæti Michel Thor Masselter 26.25,82

5000m T20 KVK

1 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 28.04,32

Langstökk F20 KK

1 sæti Joel Reinholdsson, Svíþjóð 5.59

2 sæti Simon Limstrand, Noregur 5.25

3 sæti Joni Pajala, Finnland 4.77

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 4.70

Langstökk F20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 4.95
4.79 – 4.84 – x – 4.80 – 4.95 – 4.86

2 sæti Noora Koponen, Finnland 3.62

3 sæti Karen Guðmundsdóttir 3.34
3.28 – 3.34 – 3.20 – 3.23 – 3.24 – 2.35

Langstökk F37-38 KVK

1 sæti Vilma Berg, Finnland 4.07 -1.1

2 sæti Aamu Hulmi, Finnland 3.73 -2.3

3 sæti Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 2.61 -2.3
2.50 – 2.48 – 2.58 – 2.61 – 2.48 – 2.60
-2.5      -1.4    -1.9      -2.3     -0.3

Langstökk F20 KK

4 sæti Daníel Smári Hafþórsson 4.70

Kringlukast F20 KVK

1 sæti Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir 25.97
25.97 – x – 25.05 – 25.51 – x – 22.59

2 sæti Nea Tilli, Finnland 25.90

3 sæti Aníta Ósk Hrafnsdóttir 13.92
12.78 – 12.68 – 12.13 – x – 13.11 – 13.92

Kringlukast F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 25.00

2 sæti Emil Steinar Björnsson 22.57
20.99 – 20.45 – 21.82 – 19.94 – 22.57 – 20.18

3 sæti Kai Koljonen, Finnlandi 12.84

Spjótkast F20 KVK

1 sæti Stefanía Daney Guðmundsdóttir 24.70
22.96 – 22.30 – 23.60 – 22.37 – 24.70 – 22.43

2 sæti Karen Guðmundsdóttir 22.64
20.86 – 19.93 – 22.45 -21.22 – 20.36 – 22.64

3 sæti Guðrún Hilda Sigurjónsdóttir 17.93
17.93 – x – x – x – x – 13.76

Spjótkast F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 40.80

2 sæti Emil Steinar Björnsson 19.90
17.55 – x – 19.90 – 19.18 – 18.14 – 19.46

3 sæti Kai Koljonen, Finnland 10.21

Kúluvarp F20 KVK

1 sæti Nea Tilli, Finnland 9.03

2 sæti
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir 8.67
8.22 – 8.54 – x – x – 8.67 – 8.59

3 sæti
Aníta Ósk Hrafnsdóttir 7.54
7.44 – 7.37 – 7.18 – 6.68 – 7.54 – 6.75

4 sæti Karen Guðmundsdóttir 7.45

5 sæti Anna Karen Jafetsdóttir 6.78

Kúluvarp F20 KK

1 sæti Jani Tissari, Finnland 8.61

2 sæti Emil Steinar Björnsson 8.08
6.87 – 7.40 – 7.90 – x – 8.00 – 8.08

3 sæti Aku Hyvarinen, Finnland 7.93

Kúluvarp F37-38 KVK

1 sæti Neea Sahlström, Finnland 6.77

2 sæti
Helena Ósk Padmavati Hilmarsdóttir 5.36
5.33 – – – 5.36 – 5.35 – 5.24 – 5.11

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigur fyrir sjálfsmyndina frumsýnd 30. september

Þriðjudaginn 30. september 2025 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmyndin Sigur fyrir …