Heim 2. TBL. 2025 Hilmar Snær keppir á Íslandsmótinu í höggleik

Hilmar Snær keppir á Íslandsmótinu í höggleik

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Hilmar Snær keppir á Íslandsmótinu í höggleik
0
550

Íslandsmótið í höggleik 2025 hófst í morgun og fer fram á Hvaleyrinni hjá Golfklúbbnum Keili. Völlurinn er talsvert breyttur og á meðan móti stendur er hann lengsti völlur landsins af öftustu teigum. Nánar er fjallað um það hjá vefsíðunni Kylfingur.is

Fyrrum afreksskíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er skráður til leiks á mótinu en á sínum tíma var hann á meðal fremstu ParaSkíðamanna heims þar sem hann keppti í alpagreinum, svigi og stórsvigi. Hilmar tók þátt á tvennum VetrarParalympics fyrir Íslands hönd árið 2018 og 2022 en er nú mættur af krafti í golfið og það ekki á sínu fyrsta Íslandsmóti en hann hefur áður tekið þátt og m.a. komist í gegnum niðurskurðinn.

Hilmar Snær hefur leik kl. 14.53 í dag á Hvaleyrinni og með honum í holli eru Magnús Yngvi Sigsteinsson GKG og Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis en sjálfur leikur Hilmar Snær fyrir GKG. Hægt er að fylgjast með stöðunni hér á heimasíðu golf.is

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Án sjálfboðaliða væri starfið ekki jafn blómlegt og öflugt

Ágæti lesandi Ég vil byrja þetta ávarp mitt á að hrósa Alþingi Íslands fyrir að staðfesta …