Heim 1. tbl. 2024 Fjólublár frjálsíþróttavöllur í París

Fjólublár frjálsíþróttavöllur í París

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Fjólublár frjálsíþróttavöllur í París
0
319

Frjálsíþróttavöllurinn sem verður notaður á bæði Ólympíuleikunum og Paralympics í París 2024 verður í fyrsta sinn fjólublár!

Frjálsíþróttahluti bæði Ólympíuleikanna og Paralympics munu fara fram á Stade de France í Saint-Denis í París. Völlurinn var smíðaður fyrir heimsmeistarakeppni FIFA í fótbolta í Frakklandi 1998, en fékk nú nýtt útlit til að hýsa Ólympíuleika og Paralympics í París 2024. 

Hugmyndin var að koma með eitthvað frumlegt í takt við skapandi hugmynd leikanna í frönsku höfuðborginni. Hlaupabrautirnar á vellinum eru því í ljósfjólubláum lit og önnur svæði í ýmist dekkri fjólubláum lit eða gráum lit. Grái liturinn minnir á öskulituðu brautirnar sem voru til þegar borgin hýsti Ólympíuleikana 1924.

Brautin var framleidd af Ítalska fyrirtækinu Mondo og þaðan flutt til Parísar í mars á þessu ári. Stade de France var hannað af arkitektunum Macary, Zublena, Regembal og Costantini. Völlurinn var byggður með færanlegum stöndum sem hægt er að draga inn til að afhjúpa hluta frjálsíþróttabrautarinnar.

Frá HM 1998 hefur leikvangurinn hýst nokkra af stærstu íþróttaviðburðum Frakklands, þar á meðal heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum árið 2003. Eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í ruðningi í október 2023 var leikvangurinn lokaður vegna endurbóta fyrir París 2024.

Eftir leikana mun Stade de France halda áfram að setja upp leiki franska landsliðsins í fótbolta og ruðningi, auk tónleika franskra og alþjóðlegra stjarna.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Skráning í fullum gangi fyrir Allir Með Leikana 2024

Laugardaginn 9. nóvember næstkomandi fara fram Allir Með Leikarnir í laugardalnum. Leikarn…