Mynd/ Magnús Orri Arnarsson
Mynd/ Magnús Orri Arnarsson
Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson Breiðablik/ÍFR opnaði heimsmeistaramót VIRTUS með látum í nótt þegar hann landaði silfurverðlaunum og setti nýtt Íslandsmet í 50m flugsundi í flokki 3 hjá Virtus. Flokkur þrjú er flokkur sundmanna með einhverfugreiningar. Fyrra met Snævars í greininni var 27,52 sekúndur sem hann setti í apríl á þessu ári en nú bætti hann um betur, landaði silfri á …
JYSK og Íþróttasamband fatlaðra hafa nýverið framlengt samstarfi sínu til næstu fjögurra ára. Þannig verður JYSK áfram einn af aðalsamstarfsaðilum sambandsins. Hér er á ferðinni áratuga löng samvinna en nýr samningur er til og með Paralympics í Los Angeles 2028. Íþróttasamband fatlaðra greinir stolt frá því að samstarfið hefur varað allt frá árinu 1996 og allar götur síðan þá hefur …
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ heldur kynningu á hestanámskeiðum sérstaklega ætlað börnum og unglingum með sérþarfir. Kynning á námskeiðinu fer fram í Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ, laugardaginn 23. ágúst kl. 12:00-13:00. Fá gestir þá að klappa og knúsa hestana, auk þess að fá tækifæri til að fara á hestbak. Á kynningunni verður einnig sýndur sérstakur búnaður og hnakkar sem nýtast nemendum …
Hlaut flokkun og tók þátt í sínu fyrsta alþjóðlega móti Gauti Stefansson var i sumar fyrstur Íslendinga til þess að hljóta flokkun og keppa á alþjóðlegu móti í klifri. Gauti ryður nú leiðina her heima fyrir áhugasama einstaklinga með fatlanir sem gætu hugsað sér að prófa klifuríþróttina. Klifuríþróttin verður á meðal keppnisgreina á Paralympics 2028 og þó Gauti sé tiltölulega …
Þriðjudaginn 30. september 2025 verður frumsýnd í Bíó Paradís heimildarmyndin Sigur fyrir sjálfsmyndina. Efni myndarinnar tengist heimsleikum Special Olympics á Ítalíu 2025 og sýnir bæði undirbúning íslensku keppendanna, leikunum sjálfum og inntaki Special Olympics. Samtökin voru stofnuð af Eunice Kennedy shiver árið 1968 og eru í dag um 6 milljónir iðkenda um allan heim. Höfundur myndarinnar er Magnús Orri Arnarsson …
Íslenski frjálsíþróttahópurinn náði frábærum árangri á Norðurlandamótinu sem fór fram í Finnlandi 9.-10. ágúst. Keppt var í fjölmörgum greinum og hlutu íslenskir keppendur alls 30 verðlaunasæti. Keppni hófst á laugardeginum í 26 stiga hita og var þar keppt í 100m, 400m, 1500m hlaupi, boðhlaupi og kúluvarpi. Á sunnudeginum fór hitinn hæst upp í 27 stiga hita og skortur á skugga …
Sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson, Breiðablik/ÍFR, er lagður af stað í langferð til Bangkok í Tælandi þar sem Heimsmeistaramót VIRTUS í sundi fer fram dagana 20.-30. ágúst næstkomandi. Snævar verður einn fulltrúi frá Íslandi á mótinu en hann keppir í flokki 3 hjá Virtus. Snævar er skráður til leiks í fjórum greinum en þær eru 50m skriðsund, 50, 100 og 200 …
Íslandsmótið í höggleik 2025 hófst í morgun og fer fram á Hvaleyrinni hjá Golfklúbbnum Keili. Völlurinn er talsvert breyttur og á meðan móti stendur er hann lengsti völlur landsins af öftustu teigum. Nánar er fjallað um það hjá vefsíðunni Kylfingur.is Fyrrum afreksskíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson er skráður til leiks á mótinu en á sínum tíma var hann á meðal fremstu …
Um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum og er það einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Mótið hefur verið haldið árlega frá 2002 og er einstakt tækifæri fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára til að prófa sig áfram í fjölbreyttum íþróttagreinum. Fyrir utan keppnisgreinar eru fjölmargir opnir viðburðir þar sem allir geta tekið þátt, óháð aldri eða getu, …