Hákon Atli Bjarkason tók þátt í sterku móti sem fór fram í Tékklandi 19.-21. júní en þar keppti hann í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Hákon lenti í krefjandi riðli í einliðaleik með leikmönnum frá Frakklandi, Póllandi og Rúmeníu. Hann sigraði George Emilian frá Rúmeníu 3-1 en tapaði gegn Frakklandi og Póllandi. Í tvíliðaleik spilaði Hákon með nýjum meðspilara frá Slóvakíu …