Það er ánægjulegt að segja frá því að á þriðjudaginn voru systkinin Berglind og Jósef William Daníelsbörn valin íþróttafólk fatlaðra í Reykjanesbæ.
Á sama tíma voru þau Ástvaldur Ragnar Bjarnason og Lena Kristín Hermannsdóttir heiðruð fyrir að verða Íslandsmeistarar í sínum flokkum.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn!



Frétt og myndir fengnar af Facebook síðu Íþróttafélagsins Nes
