Heim 1. tbl. 2024 Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar
0
90

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til Hreyfinga og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu. Krónan veitir árlega styrki í nærumhverfi verslana og í ár var Allir með verkefnið eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk.

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggj ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.

Markmið allir með:

  • Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna
  • Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
  • Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap
Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslandsmót í Boccia fer fram næstu helgi

Það styttist í Íslansmót í Boccia en mótið fer fram dagana 26. og 27. október næstkomandi.…