Heim 1. tbl. 2024 Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Allir með verkefnið hlaut samfélagsstyrk Krónunnar
0
185

Stefna Krónunnar er að styrkja verkefni sem hvetja til Hreyfinga og hollustu barna og/eða uppbyggingar í samfélaginu. Krónan veitir árlega styrki í nærumhverfi verslana og í ár var Allir með verkefnið eitt af þeim verkefnum sem hlaut styrk.

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggj ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.

Markmið allir með:

  • Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna
  • Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
  • Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap
Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy…