Heim 1. tbl. 2024 Allir með í Reykjavík

Allir með í Reykjavík

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Allir með í Reykjavík
0
385

Með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi hefura verkfnastjóri verkefnisins “Allir Með” ásamt verkefnastjórum á miðstöðvum Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingunni komið saman og sett af stað aðgerðaráætlun í hverfum borgarinnar til þess að fjölga íþróttagreinum fyrir börn og ungmenni með fötlun í Reykjavík. Komið hefur fram að börn með fötlun hafa sömu þrá og önnur börn, að vera hluti af heild og fá tækifæri til þess að mæta á æfingar með félögum sínum. Börn með fötlun vilja líka fá tækifæri til þess að taka þátt í íþróttum og tómstundum og er það félagslega mikilvægt. Allir vita að íþrótta- og tómstundastarf bætir sjálfsmynd barna sem hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði þeirra. Með þeim áherslum er mikill hugur að vinna saman að því að tryggja aðgengi og aðbúnað þeirra að íþróttum

Á næstu dögum og vikum munu foreldrar barna með fötlun í Reykjavík fá upplýsingar um verkefnið í gegnum þjónustuaðila. Einnig verður áhugasviðskönnun lögð fyrir í þeim tilgangi að verkefnastjórar geti komið á móts við þarfir og áhugasvið barna. Íþróttahreyfingin í Reykjavík mun skipta á milli sín íþróttagreinum sem boðið verður upp á í nærumhverfi barnsins.

Ef þú lesandi hefur ekki fengið upplýsingar um verkefnið Allir með og átt barn, ættinga eða vin sem hefur áhuga á að vera með, endilega hafðu samband við okkur verkefnastjóra á Norðurmiðstöð – Kristófer nökkvi Sigurðsson og Anna Hrönn Aradóttir

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ánægjuleg helgi í Íþróttahöllinni á Húsavík – Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2025

Opna Húsavíkurmótið í Boccia sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum …