Heimsleikar Special Olympics fara fram í Chile Santiago 16 – 24 október 2027 en þetta er í fyrsta skipti sem leikarnir fara fram í Suður Ameríku.
6.000 keppendur frá 170 þjóðum keppa í 22 íþróttagreinum og Ísland sótti um kvóta á leikana í fjölmörgum greinum.
Þegar svar berst um kvóta Íslands verður það kynnt nánar og í kjölfarið mun hefjast undirbúningsferli.
Í myndbandinu hjálagt er verið að kynna lógó leikanna sem hannað var í samstarfi við íþróttafólk Special Olympics í Chile.
