Heim 2. TBL. 2025 Arna Sigríður á FIS para-skíðagöngumóti í Noregi

Arna Sigríður á FIS para-skíðagöngumóti í Noregi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Arna Sigríður á FIS para-skíðagöngumóti í Noregi
0
34

Arna Sigríður Albertsdóttir keppti síðustu helgi 29. – 30. nóvember á FIS skíðagöngumóti í Gåla í Noregi en það var hluti af stærra Noregsmóti fyrir bæði fullorðna og unglinga. Mótið var fjölmennt og skipulagið til fyrirmyndar að sögn Örnu en para-skíði eru höfð með á mörgum mótum í Noregi.

Á laugardeginum tók Arna þátt í 1km spretti, þar var hún eina konan í sitjandi flokki. Hún fékk þó að taka þátt með strákunum í úrslitum. Tíminn hennar í sprettgöngunni var 3:52,64.

Á sunnudeginum keppi hún í 5km göngu þar sem hún kláraði á tímanum 21:12,30.

Arna sagði upplifuna góða, brautin var brött og krefjandi en upplifunin skemmtileg og góð æfing að keppa á svona stóru móti.

Sækja skyldar greinar
Load More By Thelma Grétarsdóttir
Load More In 2. TBL. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg og Snævar Íþróttafólk ÍF 2025

Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag, 3. desember, framúrskarandi íþróttafólk og brautry…