Arna Sigríður Albertsdóttir keppti síðustu helgi 29. – 30. nóvember á FIS skíðagöngumóti í Gåla í Noregi en það var hluti af stærra Noregsmóti fyrir bæði fullorðna og unglinga. Mótið var fjölmennt og skipulagið til fyrirmyndar að sögn Örnu en para-skíði eru höfð með á mörgum mótum í Noregi.
Á laugardeginum tók Arna þátt í 1km spretti, þar var hún eina konan í sitjandi flokki. Hún fékk þó að taka þátt með strákunum í úrslitum. Tíminn hennar í sprettgöngunni var 3:52,64.
Á sunnudeginum keppi hún í 5km göngu þar sem hún kláraði á tímanum 21:12,30.
Arna sagði upplifuna góða, brautin var brött og krefjandi en upplifunin skemmtileg og góð æfing að keppa á svona stóru móti.


