Heim 1. tbl. 2024 Hverju á að fylgjast með á Paralympics í París

Hverju á að fylgjast með á Paralympics í París

5 min read
Slökkt á athugasemdum við Hverju á að fylgjast með á Paralympics í París
0
720

Það verður áframhaldandi íþróttaveisla eftir að Ólympíuleikarnir í París klárast en þann 28. ágúst hefjast Paralympics í París og standa yfir til 8. september. 

fimm keppendur hafa tryggt sig inn á leikana og munu keppa fyrir hönd Íslands á Paralympics en það eru þau:

  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsar
  • Sonja Sigurðardóttir – Sund
  • Thelma Björg Björnsdóttir – Sund
  • Már Gunnarsson – Sund
  • Róbert Ísak Jónsson – Sund

Það verður skemmtilegt að fylgjast með okkar fólki í bæði frjálsum og sundi keppa við þá bestu úti í París. Þar sem að rásin verður stillt á sund og frjálsar þá er einnig íþróttafólk frá örðum löndum sem vart er að hafa í huga á meðan leikarnir standa yfir.

Fleur Jong (Holland) – Langstökk og 100m

Jong er sigurstranglegust í bæði langstökki og 100m hlaupi í flokki T64. Jong setti nýtt heimsmet í 100m hlaupi árið 2023 þegar hún kom í mark á tímanum 12,46 sek.  Jong er einnig ríkjandi Paralympics meistari í langstökki kvenna og mætir því til Parísar að verja titilinn. Einnig má nefna að Jong keppir á fótum frá Össur og er hluti af  Team Össur.

Hunter Woodhall (USA) – 100 og 400m

Woodhall er sigurstranglegur bæði í 100m og 400m hlaupi í flokki T62. Woodhall vann brons í 400m hlaupi á seinustu Paralympics í Tókýó en einnig vann hann brons í 400m og silfur í 200m á Paralympics í Ríó 2016. Það er því spurning hvort að hann taki loksins gullið í París. Eiginkona hans er Ólympíufarinn Tara Davis-Woodhall sem keppti í langstökki kvenna á Ólympíuleikunum.

Markus Rhem (Þýskaland) – Langstökk

Rhem, einnig þekktur sem “The Blade Jumper” er sigurstranglegastur á Paralympics í langstökki, flokki F44. Rhem hefur unnið þrjá Heimsmeistaratittla og fimm Evrópumeistaratitla. Hann notar blað frá Össur sem hann stekkur af og er hluti Team Össur. Rhem á heimsmetið í langstökki í sínum flokki, 8,72 m, sem hann setti árið 2023.

Tokyo 2020 Paralympic Games – Athletics – Men’s Long Jump – T64 Final – Olympic Stadium, Tokyo, Japan – September 1, 2021. Markus Rehm of Germany in action REUTERS/Athit Perawongmetha

Alexander Hillhouse (Danmörk)

Hillhause mun keppa á sínum fyrstu Paralympics þegar hann heldur til Parísar, en hann mun keppa á móti Róberti í 100m flugsundi, flokki S14. Hillhouse setti þrjú ný heimsmet árið 2023 á heimsmeistaramóti IPC. 

Jessica Long (USA)

Long er algör goðsögn í sundheimi fatlaðra en hú er 33-faldur heimsmeistari og 16-faldur Paralympics meistari. Long tekur nú þátt í sínum sjöttu leikum en hún fékk 8 verðlaun á síðustu leikum og þar af 3 gull. 

Alexa Leary (Ástralía)

Leary er fyrrum þríþrautarkona en hún lenti í slysi á æfingu árið 2021 og hefur síðan þá keppt í flokki S9 í sundi. Hún vann til gullverðlauna og silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu IPC árið 2023 og heldur nú á sína fyrstu Paralympics.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

ÍF óskar öllum gleðilegra jóla

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið og sam…