Heim 1. tbl. 2024 Ísland á Paralympics frá 1980 til 2024

Ísland á Paralympics frá 1980 til 2024

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ísland á Paralympics frá 1980 til 2024
0
432

Nú styttist í Paralympics í París sem fara fram dagana 28. ágúst til 8. september. Þau sem hafa tryggt sig inn á leikana eru:

  • Ingeborg Eide Garðarsdóttir – Frjálsar
  • Már Gunnarsson – Sund
  • Sonja Sigurðardóttir – Sund
  • Róbert Ísak Jónsson – Sund
  • Thelma Björg Björnsdóttir – Sund 

Ísland hefur sent fulltrúa á Paralympics síðan 1980 og verða leikarnir í París þeir tólftu sem ísland tekur þátt í. Yfir þennan tíma hefur Ísland sent samtals 40 íþróttafólk á Paralympics og þar af hafa 13 farið á fleiri en eina leika. Ísland hefur haft keppendur í bæði sundi og frjálsum íþróttum á öllum leikum síðan 1980, en á einstaka leikum hafa keppendur í kraftlyftingum, borðtennis, bogfimi og hjólreiðum einnig tekið þátt. 

Ísland hefur unnið til verðlauna á 8 Paralympics, en síðustu verðlaunin komu á Paralympics í London 2012 þegar Jón Margeir Sverrisson vann til gullverðlauna í 200m skriðsundi í flokki S14. Keppendur frá Íslandi hafa unnið samtals til 98 verðlauna á Paralympics frá árinu 1980. Alls eru gullverðlaunin orðin 37 talsins, 19 silfurverðlaun og 42 bronsverðlaun.

Listi yfir þá íþróttamenn sem unnið hafa til gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra

  • Sigurrós Karlsdóttir – 1980
  • Haukur Gunnarsson – 1988
  • Lilj M. Snorradóttir – 1988
  • Geir Sverrisson – 1992
  • Ólafur Eiríksson – 1992
  • Sigrún H. Hrafnsdóttir – 1992
  • Guðrún Ólafsdóttir – 1992
  • Bára B. Erlingsdóttir – 1992
  • Katrín Sigurðardóttir – 1992
  • Kristín Rós Hákónardóttir – 1996/2000/2004
  • Pálmar Guðmundsson – 1996
  • Jón Margeir Sverrisson – 2012
Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…