Heim 1. tbl. 2024 5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM

5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM

2 min read
Slökkt á athugasemdum við 5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM
0
503

Í dag hófst keppni á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra. Keppendur voru í góðum gír og mörg persónuleg met féllu.

5 Norðurlandameistaratitlar voru teknir í dag. Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð þrefaldur Norðurlandameistari með gullverðlaun í 200m, langstökki og spjótkasti. Stefanía hljóp 200m á 29,20, stökk í langstökkinu 4,95 og kastaði spjótinu 25,38m. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Emil Steinar Björnsson urðu öll Norðurlandameistarar í Kúluvarpi. Hulda kastaði kúlunni 9,22m, Emil 8,54m og Ingeborg 9,38m. Þetta er einnig síðasta mótið sem Ingeborgar mun taka þátt í áður en hún heldur til Parísar á Paralympics í lok ágúst.

Það voru fleiri verðlaun sem Íslensku keppendurnir fengu í dag en þau voru:

  • Emil Steinar Björnsson, 2 sæti í spjótkasti með kast upp á 25,78m.
  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir, 2 sæti í 5000m á nýju Íslandsmeti, 27:20,15
  • Karen Guðmundsdóttir, 2 sæti í spjótkasti með kast upp á 23,25m.
  • Michel Thor Masselter, 3 sæti í 800m á tímanum 3:16,70.
  • Karen Guðmundsdóttir, 3 sæti í langstökki með stökk upp á 3,75m.

í fyrsta skiptið á Norðurlandameistaramóti var keppt í 4x100m boðhlaupi. Fyrir Íslands hönd hljóp Alexander Már Bjarnþórsson – Karen Guðmundsdóttir – Daniel Smári Hafþórsson og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Hlaupið gekk vel og sveitin endaði í 3 sæti á nýju Íslandsmeiti á tímanum 55,19 sek.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afmælisbarnið Már og The Royal Northern College of Music Session Orchestra

Tónlistarmaðurinn og Paralympic farinn Már Gunnarsson heldur tvenna tónleika ásamt The Roy…